Tillögur landlæknis um niðurskurð í heilbrigðismálum

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 14:08:58 (5203)


[14:08]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg ástæðulaust af hálfu hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur að upplýsa ráðherra um stöðu landlæknis. Hún er mér fullkunn. Ég vil enn fremur leiðrétta orðalag hv. þm. varðandi tillögur landlæknis. Hér er ekki um að ræða neinar tillögur. Hér er um að ræða könnun á afstöðu þingmanna og ég gef mér að velflestir þingmenn annaðhvort merki ekki við eitt einasta atriði í þessari könnun ellegar láti hana fram hjá sér fara. Það geri ég a.m.k. því hún er ekki með velþóknan heilbrrh. Það tók ég fram áðan og árétta hér. ( GHelg: Er það nú ráðunautur.)