Framleiðsla og sala á búvörum

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 14:38:19 (5210)

[14:38]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Ég hlýt að gera grein fyrir því að samkvæmt þeim tillögum sem við stjórnarandstæðingar vorum tilbúnir til að samþykkja fylgdu með þessir viðaukar með vörulistanum. Það er hins vegar okkar mat að eftir að búið er að samþykkja brtt. stjórnarmeirihlutans, sem er túlkuð á misvísandi hátt, séu þessir viðaukar ónýtt gagn og ekkert á þeim að byggja. Við getum því ekki tekið þátt í að lögfesta þá. Það var fyrir fram nógu mikið vafamál hvort það væri rétt að lögfesta viðauka á þennan hátt, en þegar búið er áður en að þeirri lögfestingu kemur að eyðileggja gildi þeirra, þá er það algerlega út í hött að setja þá inn í lög.