Framleiðsla og sala á búvörum

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 14:42:16 (5211)

[14:42]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Að sjálfsögðu mun stjórnarandstaðan ekki standa í vegi fyrir því að málinu sé vísað til 3. umr. en það er þó gert í trausti þess, og ég treysti hv. formanni landbn. til þess að svo verði, að málið verði tekið til nefndar á milli 2. og 3. umr. eins og heimildir eru til samkvæmt þingsköpum. Við hljótum að skoða það í landbn. hvað þessi afgreiðsla sem hér hefur farið fram núna þýðir í raun og hvernig afgreiðsla Alþingis á máli með þeim eindæmum, sem hér hefur farið fram, þýðir. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt, ekki síst fyrir stöðu Alþingis, að við fáum mat hinna færustu lögfræðinga á því hvað það mundi hafa í för með sér ef Alþingi færi að stunda afgreiðslu mála með þeim hætti sem hér hefur verið gert.