Framleiðsla og sala á búvörum

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 14:46:37 (5215)


[14:46]
     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Ég hef haft þá stöðu frá því að ég kom fyrst á þing og til þessa dags að halda

fullkomnu sjálfstæði mínu og sannfæringu. Það geri ég og í þessu máli og finnst engin skömm að því ef stjórnarandstaða tekur réttan pól að fylgja henni sem ég geri í þessu máli. En þannig var að þegar annað uppkast lögfræðinganna lá fyrir, þá var nánast öll landbn. með því. Það sem svo gerist er að frá öðru uppkasti til hins þriðja breyttust hlutir og þá skildu leiðir. Eftir það fylgi ég stjórnarandstöðunni í málinu að hún tók upp breytingartillögur eins og þær lágu fyrir aftur annað uppkast. Þess vegna mun ég að sjálfsögðu --- (Gripið fram í.) en svo aftur sem hv. 5. þm. Suðurl. er að tala um út af fyrir sig að það sé kominn nýr meiri hluti, jú, það er meiri hluti út af fyrir sig í nefndinni í þessu máli. (Forseti hringir.) Ég skammast mín ekkert fyrir að taka mína afstöðu hér á hv. Alþingi eftir sannfæringu minni og mun aldrei beygja mig fyrir krötum.