Rannsóknarráð Íslands

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 11:32:09 (5230)


[11:32]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er út af fyrir sig allt í lagi að ég endurtaki það sem ég sagði hér áður í sambandi við frv. og meginstefnu þess. Þessi stefna sem hér er verið að tala um, þ.e. sú stefna að sameina yfirstjórn vísinda og rannsókna og reyna að gera þær straumlínulagaðri, eins og ráðherrann orðaði það, og markvissari, sú stefna er í raun og veru stefna íslenska vísindasamfélagsins að mínu mati. Það er sú stefna sem unnið hefur verið að í mörg, mörg, mörg ár, m.a. þegar lögin voru sett á sínum tíma um Vísindaráð og Rannsóknaráð. Þáv. menntmrh. Sverrir Hermannsson mælti fyrir því máli og ég man mjög vel eftir þeirri umræðu og er allt gott um það að segja. Um þessa stefnu er í sjálfu sér samstaða. Það sem ég verð hins vegar að segja er það að ég óttast að frv. eins og það lítur út núna dugi ekki til að tryggja þessa stefnu

í framkvæmd eins og ég vildi sjá hana og mér skilst að hæstv. umhvrh., sem lætur sér annt um þessi mál, vilji sjá þessa stefnu þróast líka.