Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 17:44:37 (5268)


[17:44]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil aðeins koma hér upp til þess að andmæla þeim ummælum sem féllu hér um Shimon Peres og störf hans sem utanríkisráðherra Ísraels. Ég tel að þau séu algerlega óréttmæt. Ef hv. þm. hefði lagt það á sig á sl. sumri að koma til þess kvöldverðar, sem mér skildist að hv. þm. hefði verið boðinn til, þá hefði hún fengið tækifæri til að kynnast því framlagi sem hann hefur átt að þeirri friðargerð sem nú er verið að vinna að milli Ísraela og Palestínumanna. Mér finnst algerlega óréttmætt að láta slík orð falla um þennan stjórnmálamann eða aðra stjórnmálamenn í Ísrael sem hafa forustu um friðarumleitanir sem þar fara fram.