Rannsóknarráð Íslands

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 10:55:55 (5303)


[10:55]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vissulega er það rétt að það væri æskilegt að menntmn. hefði góðan og rúman tíma til að fjalla um þetta mál. Meginatriðið í mínu máli var það að að þessu plaggi, sem hér er lagt fram, er ákveðinn aðdragandi og hann er eðlilegur að því er ég tel. Á vissum stigum þess máls hafa menn einmitt getað komið og kynnt sér aðdragandann og sett sig inn í þetta mál eins og það var þá í undirbúningi. Það er því ekki svo að skilja að þeir sem sitja í hv. menntmn. hafi ekki getað sett sig inn í málið og komið að aðdraganda þess með ýmsum hætti.