Rannsóknarráð Íslands

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 11:00:47 (5308)


[11:00]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mitt andsvar er nokkuð í svipuðum dúr, þ.e. að mér finnst ekki rétt að gagnrýna það að stjórnarandstaðan hafi haft athugasemdir fram að færa við það að frv. væri seint fram komið þar sem við vitum að það er ekki nema í kringum 20 vinnudagar eftir á þinginu. Ég vil einnig minna á að við vinnslu fjárlaga á síðasta ári fyrir árið í ár var tilkynnt að það yrði unnið að þessari sameiningu. Eins og við vitum er byrjað að vinna fjárlög í mars/apríl ári áður en þau koma til framkvæmda og hefur því verið talsverður tími til þess að vinna frv. Það sem við gagnrýnum er að frv. skuli ekki koma fram fyrr á þinginu miðað við að það eigi að ljúka þingstörfum á þeim 20 dögum sem eftir eru. Ekki hitt að vel hafi verið unnið. Það viljum við að sé gert hér.