Rannsóknarráð Íslands

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 11:22:19 (5312)


[11:22]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér finnst það vera rétt að þessi heimild sé í hendi menntmrh. og að sjálfsögðu yrði staða rannsóknaprófessors ekki sett á laggirnar öðruvísi en í samráði við háskólastofnun. Það finnst mér liggja í augum uppi.
    Það sem hv. þm. nefndi hér í gær, ef ég man rétt, þá var það rannsóknastaða í fornleifafræði, var það ekki rétt? ( KÁ: Jú, jú.) Já, en það er annað, rannsóknastaða heldur en rannsóknaprófessorsstaða. Ég held að það hafi ekki verið nema um eina stöðu rannsóknaprófessors að ræða og það er sú sem ég nefndi og Járnblendifélagið kostaði. Þannig að við þurfum að gera greinarmun á því.