Rannsóknarráð Íslands

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 11:39:52 (5319)


[11:39]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta er eitt af því sem menn geta lesið sér betur til um einmitt í umsögn um greinina. Það er nú einu sinni svo að það er ekki venjan að fara í lagagreinum ofan í smáatriði. Í umsögninni um 22. gr. segir hér, með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Í stöðu rannsóknaprófessors yrðu aðeins ráðnir einstaklingar sem metnir hafa verið hæfir til þess að gegna stöðu prófessors og aflað hafa sér viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknastörf sín.``
    Þetta skýrir nægilega hvað þarf að gera til þess að efnt verði til stöðu rannsóknaprófessors.