Rannsóknarráð Íslands

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 11:40:46 (5320)


[11:40]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hafði einmitt tekið eftir þessu í greinargerðinni þar sem talað er um að þessir einstaklingar þurfi að hafa verið metnir hæfir. Það þarf ekki að meta þá sérstaklega hæfa í tilefni af þeirri

ráðningu sem hæstv. ráðherra mundi hugsanlega ákveða samkvæmt 22. gr. Ég tel að þetta sé ekki smáatriði. Ég tel að að skipti máli hvernig frá þessu er gengið og bendi á að ákvæði um þetta eru í öllum háskólalögunum sem við eigum, öllum lögum um alla þá þrjá háskóla sem við höfum sett sérstök lög um. Það getur úr af fyrir sig verið ágreiningur um það milli mín og hæstv. ráðherra hvernig á að koma þessu fyrir og það er alveg ástæðulaust að leiða þann ágreining til lykta hér úr þessum ræðustól. Ég tel að þetta sé eitt af þeim málum sem hv. menntmn. hljóti bara að fara yfir og skoða við meðferð málsins af sinni hálfu.