Framhald þingfundar

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 17:11:26 (5373)

[17:11]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Ég velti því fyrir mér hvort við hæfi sé að halda þingfundi áfram öllu lengur. Nú vill svo til að ekki eru lengur nema tveir hv. þm. í þinghúsinu.
    ( Forseti (VS) : Forseti gerir athugasemdir við þetta.)
    Já, virðulegi forseti. Ég gleymdi forsetanum. Ég verð að biðja auðmjúklega afsökunar á því. En ég velti því fyrir mér hvort hægt væri að halda þingstörfum áfram ef þessir tveir óbreyttu þingmenn hyrfu á brott og hér væru einungis eftir virðulegur forseti og hæstv. ráðherra sem ekki er á þingi núna. En út af fyrir sig get ég svo sem skilið að það sé æskilegt að mæla fyrir frv. um eignarhlutafélög, en eftir að umræða um það hefur í raun og veru farið fram undir síðasta málslið, þá hef ég trú á að ráðherra geti verið mjög fljótur að því.