Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 15:14:40 (5421)


[15:14]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mér fannst ánægjulegt að fá þá yfirlýsingu fram hjá hv. 1. þm. Vestf. að það þyrfti að breyta 2. gr. frv. Ég vænti þess að hæstv. fjmrh. geti tekið undir með flokksbróður sínum.
    Hvað varðar umkvörtunarefni mitt þá stend ég við það. Mér finnst óeðlilegt að oddviti þingmannahópsins skuli ekki á neinu stigi málsins kalla þingmenn saman til skrafs og ráðagerða um svo mikið mál að það þarf að flytja sérstakt neyðarfrv. um málefni kjördæmisins. Mér finnst það bara óeðlilegt og að Kvennalistinn sé gjörsamlega afskiptur í þessu máli er enn verra. Mér finnst svo sem gott og blessað að menn geti komið að einhverjum hluta málsins hjá Byggðastofnun en ég er ekkert viss um að þar hafi menn, þó í stjórn sitji, fengið að sjá alla pappíra.