Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 17:08:15 (5439)


[17:08]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er auðvitað spurning hversu mikill vandinn er á hverjum stað. En það er einmitt þetta: Við horfum upp á það að tveir þingmenn ganga upp í Stjórnarráð og labba þar út með tæpar 500 millj. kr. ( Gripið fram í: Hverjir eru það?) Það veit þingmaðurinn eins vel og ég. En hvað um aðra staði? Er það nægjanleg úrlausn fyrir íbúa Akureyrar og Suðurnesjanna, við skulum ekki gleyma Suðurnesjunum, að bíða eftir einhverjum úrræðum Atvinnuleysistryggingarsjóðs? Hvers vegna fá landshlutar svona mismunandi meðferð af hálfu ríkisstjórnarinnar? Þetta er meginspurningin í þessu. Það sitja ekki allir við sama borð þegar aðstoð ríkisvaldsins er annars vegar.