Tollalög og vörugjald

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 19:15:51 (5469)


[19:15]
     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég er að sjálfsögðu tilbúin til að greiða fyrir því að hagur garðyrkjubænda verði bættur en vil þó benda á það að hér er komið að því að fjalla um afleiðingar af samningnum um Evrópskt efnahagssvæði.
    Ég minnist þess þegar við í hv. landbn. fórum í gegnum þann hluta EES-samningsins sem snýr að

landbúnaðinum var kallað á blómaframleiðendur og þá höfðu þeirra talsmenn ekki miklar áhyggjur af því hvaða afleiðingar EES-samningurinn mundi hafa fyrir þá. Nú hafa þeir gengið á fund m.a. hv. landbn. með langan lista yfir aðgerðir sem þurfi að grípa til og það er eins og þeir hafi nú loksins áttað sig á því hvað er að hellast yfir þá. Þetta er orðinn hlutur og verður að bregðast við í ljósi breyttra aðstæðna.
    Vegna þess að hæstv. fjmrh. nefndi Úrúgvæ-lotuna og væntanlegan GATT-samning vil ég beina þeirri spurningu til hæstv. fjmrh. hvort hann sé viss um að hér sé ekki í uppsiglingu ný búvörulagadeila. Er það í samræmi við samning ríkisstjórnarflokkanna að nefna GATT-viðræðurnar í frv. sem lögð eru fram á hinu háa Alþingi?