Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 21:57:14 (5502)


[21:57]
     Árni Johnsen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. 3. þm. Vesturl., Jóhann Ársælsson, hefur gengið í þá gildru að festast í tölvuprógrammi sem reyndist falla undir það að vera pappírskvóti. Vegna þess að ef til hefði átt að koma jöfnun sem hv. þm. gat um og sem hefði komið jafnt niður á alla, þá hlaut hún eftir á að hafa miðast við veiddan allan þann kvóta sem upp var sett. Annars getur þingmaðurinn engan veginn fært sönnur á að vera trúverðugur í þeim málflutningi því að þá hefði þurft að koma til dreifing til að mynda á hinum mikla ýsukvóta sem útdeilt var af rausn en var ekki veiðanlegur. Slík jöfnun er auðvitað engin jöfnun, hún er falsvon.