Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 22:16:47 (5508)


[22:16]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir yfirferð á þessu samkomulagi, en leyfi mér að spyrja ráðherrann í fyrsta lagi: Hvað er ætlunin að skera niður af verkefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að koma á móti þeim 160 millj. kr. af ráðstöfunarfé sjósðins sem á að taka til aðgerða samkvæmt þessu sérstaka samkomulagi?
    Í öðru lagi vil ég inna hæstv. ráðherra eftir því hvort það er rétt skilið sem fram hefur komið í umræðunum í kvöld og mér hefur skilist m.a. á hæstv. ráðherrum að Byggðastofnun eigi áfram að gera úttekt á atvinnuvanda tiltekinna byggðarlaga í landinu öllu og hvort félmrh. ætlist til þess að Byggðastofnun geri einnig sérstaka úttekt á atvinnuástandinu í Reykjavík.