Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 22:51:27 (5519)


[22:51]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það liggur fyrir að sameiginleg nefnd stjórnarflokkanna, sem vann að endurskoðun þessara mála, lagði til að áfram yrði haldið í grundvallaratriðum með aflamarkskerfið sem stjórntæki við fiskveiðarnar. Það liggur fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir hafa sameinast um að flytja frv. um lítils háttar lagfæringar á núgildandi lögum. Um þetta er samkomulag. Það er hins vegar ekkert nýtt að það eru skiptar skoðanir um þessi útfærsluatriði og á það jafnt við um Framsfl. eins og aðra flokka. Þess vegna er alveg ástæðulaust fyrir hv. þm. að hafa einhverjar áhyggjur. Hér hefur verið náð samkomulagi um grundvallaratriði sem ekki eiga að valda neinni óvissu í atvinnugreininni.
    Ég hlustaði hins vegar fyrir skömmu síðan á sjónvarpsviðtal á Stöð 2, hádegisviðtal, við formann

Framsfl., hv. 8. þm. Reykn. Það viðtal gekk allt út á það af hálfu formanns Framsfl. að strá efasemdum um störf hv. 1. þm. Austurl. að sjávarútvegsmálum á undanförnum árum og var býsna kynlegt með hvaða hætti formaður Framsfl. var að strá efasemdum um fiskveiðistjórnunarkerfið eftir allan þann tíma sem hann hefur borið ábyrgð á þróun þess og þá forustu sem hv. 1. þm. Austurl. sannarlega hafði á sínum tíma, að stíga fyrstu skrefin varðandi mótun þessa kerfis.