Héraðsskógar

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 14:40:59 (5580)


[14:40]
     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hugsa að þetta sé hárrétt hjá hv. formanni þingflokks Alþfl. enda hefur enginn haldið því fram að einhver miðlífisaldarlögmál giltu nú, allra síst í pólitíkinni upp á síðustu daga hér á Íslandi. Hitt er svo alveg laukrétt að það er náttúrlega nokkur skaði að hæstv. umhvrh., sem mun hvorki vera meira né minna en doktor á tilteknu sviði líffræðinnar, sem á nú kannski ekki að vera að hafa hátt um hér úr svona virðulegum ræðustóli úr því að verið er að biðjast undan strákslegum málflutningi, hefði náttúrlega verið nytsamur maður í þessum umræðum inn á það spor sem þær hafa þróast.