Húsnæðisstofnun ríkisins

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 18:59:03 (5611)


[18:59]
     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef ekki handbærar þær tölur sem um er beðið en það er velkomið að koma þeim til þingmannsins. Þær tölur eru vissulega til. Greiðslubyrðin er mjög misjöfn eftir því hvað um er að ræða stórar íbúðir, eftir því hvað framkvæmdaaðilum, sem oftast eru sveitarfélögin, hefur tekist að byggja hagkvæmar íbúðir. Ég hef oft orðið fyrir vonbrigðum með sveitarfélögin vegna þess að þau hafa stundum verið að byggja íbúðir þegar hægt er að fá nýlegar notaðar íbúðir og miklu ódýrari á markaðnum. En þetta fer eftir því hvernig framkvæmdaaðilanum hefur til tekist. Byggingarkostnaðurinn er afar misjafnt hjá þessum framkvæmdaaðilum en ég hygg að greiðslubyrðin af ódýrustu íbúðunum liggi kannski nálægt 20 þús. eða einhvers staðar kringum það. Það er auðvitað lægra en almennt gerist á leigumarkaðnum. Það er vissulega rétt hjá þingmanninum en ég skal koma upplýsingunum á framfæri við hann varðandi þennan samanburð sem hann nefnir.