Flugmálaáætlun 1994--1997

118. fundur
Fimmtudaginn 24. mars 1994, kl. 15:16:30 (5654)


[15:16]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að hér beri ekkert mikið á milli en ég vil láta það koma fram að þegar eins margir ræða um vinnubrögð og hefur verið við þessa umræðu þá er nauðsynlegt að hafa uppi viðræður um málið. Ég heyrði ekki betur en hæstv. samgrh. segðist áðan ætla að ræða við formann samgn. um þessi atriði. Það er af hinu góða og ég styð það. Ég trúi ekki öðru en það finnist niðurstaða í samskiptum þingsins og samgrn. í þessu efni. Það er full þörf á því eftir þessa umræðu að ræða þau mál og það eru engar heiftarádeilur í því fólgnar á samgrh. Ég vona að hann taki það sem ábendingar frá minni hálfu og það er óþarfi að setja á langar umræður til viðbótar um það. Hitt, málefnið sjálft, er auðvitað aðalmálið, hvernig menn skipa flugmálum til frambúðar hér á landi þannig að sem best verði fyrir land og þjóð.