Kennaraháskóli Íslands

119. fundur
Mánudaginn 28. mars 1994, kl. 15:09:58 (5661)


[15:09]
     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Þessi grein frv., 7. gr., felur það í sér að því er enn frestað í fjögur ár að taka um það ákvörðun hvort Kennaraháskóli Íslands skuli skipulagður sem þriggja ára skóli eða fjögurra ára skóli. Okkur í minni hlutanum þykir þetta óeðlilegt, ekki síst með tilliti til þess að það er að störfum nefnd sem er að semja rammalöggjöf um kennaranám og hún mun skila af sér nú í vor. Þess vegna finnst okkur þetta óeðlilega langur tími að fresta því enn í fjögur ár að taka um þetta ákvörðun og þess vegna erum við á móti 7. gr.