Ljósleiðarar

120. fundur
Mánudaginn 28. mars 1994, kl. 15:28:16 (5668)


[15:28]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Á þskj. 781 hefur hv. 1. þm. Austurl., Karen Erla Erlingsdóttir, borið fram svohljóðandi fsp. til samgrh.:
    ,,Hvernig stendur á því að ríkisútvarpið á Austurlandi getur ekki nýtt sér þá möguleika sem ljósleiðarinn gefur?``
    Þannig hljóðar þessi fyrirspurn. Því miður er ég ekki nógu kunnugur á Austurlandi til þess að fylgja þessari fsp. úr hlaði með ítarlegum hætti en óska eftir að hæstv. samgrh. veiti svar.