Framleiðsla og sala á búvörum

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 15:53:53 (5732)


[15:53]
     Frsm. 4. minni hluta landbn. (Eggert Haukdal) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er nú raunar löngu orðið mál fyrir hv. 3. þm. Austurl. að fara að gera sér grein fyrir því --- hann virðist ekki vita af því sjálfur enn þá að hann er búinn að marggefa eftir fyrir krötunum í þessu máli. Atkvæði mitt eins og ég greindi frá hér áðan er mótmæli við þeim vinnubrögðum og þeirri eftirgjöf sem í öllu þessu máli Jóni Baldvin hefur verið sýnd, . . .  
    ( Forseti (VS) : Hæstv. utanrrh.)
. . .  hæstv. utanrrh. Þetta er kjarni málsins, þess vegna gengur mitt atkvæði með þessum hætti. Og eftirgjöf hv. þm., þegar gefið var eftir frá miðuppkasti lögfræðinganna var alveg með ólíkindum. Það er löngu orðið mál, eins og ég hef gert grein fyrir að skilja kratana eftir í þessu máli, en það er ekki gert, m.a. vegna þess að hv. formaður landbn. stendur ekki í stykkinu.