Sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 18:29:37 (5763)


[18:29]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir orð síðasta ræðumanns hér. Eins og kom fram í mínum orðum þá getur varla verið mikill kostnaðarauki af því að sjónvarpa héðan beint frá Alþingi með ríkisfjölmiðlum eins og komið hefur fram. Ég mundi leggja það til bæði við Sýn og sérstaklega við ríkissjónvarpið að það kæmi inn á dagskrármál Alþingis og gæfi sjónvarpsáhorfendum kost á að sjá dagskrá Alþingis þess dags og það ætti Sýn auðvitað líka að gera til að létta hér á starfsfólkinu vegna upphringinga utan úr bæ. En hér er auðvitað rætt um ágæta leið eins og síðasti ræðumaður kom inn á. Það er rétt að það hlýtur að vera að það sé hægt að í stað stillimyndar að senda mynd með þeim sama hætti í ríkissjónvarpinu eins og Sýn gerir.