Sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 18:50:52 (5767)


[18:50]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil ekki láta hjá líða að andmæla þeirri skoðun hv. þm. sem hér talaði að ef ekki tækist á tiltölulega skömmum tíma að sjá til þess að sendingar hæfust sem næðu til landsins alls, þá ætti að loka fyrir þá þjónustu sem veitt er hér. Mér finnst að þessi skoðun eigi ekki rétt á sér. Mér finnst að það eigi að setja markið þannig eins og hér hefur verið um rætt. Sá einkaaðili sem er með þessar sendingar skuldbatt sig aldrei til að stuðla að því að sendingar næðu til landsins alls, enda var honum það ekki fært. Og mér finnst alveg fráleitt að vera með þá skoðun í þessu máli að það eigi að loka fyrir þessa þjónustu af því að aðrir geti ekki notið hennar vegna tæknilegra aðstæðna.