Bann dragnótaveiða í Faxaflóa

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 20:03:25 (5785)


[20:03]
     Flm. (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þessi svör hv. þm. Um það ræddum við á þingi fyrir ári síðan, en það sem kannski skiptir öllu máli þegar þessar tölur eru skoðaðar er: Hver var almennt ýsuaflinn í Faxaflóa á þessum tíma? Endurspeglar þetta ekki einmitt þann lélega afla sem var af ýsu? Ég held að hann verði að skoða það í leiðinni. Og af því að hann sagði það áðan réttilega að atvinnuástandið þyldi það ekki að við hættum dragnótaveiðum í Faxaflóa, ef við erum að eyðileggja mikilvægar uppeldisstöðvar megum við við því atvinnulega séð? Það verðum við líka að skoða, hv. þm.