Bann dragnótaveiða í Faxaflóa

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 20:04:29 (5786)


[20:04]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi 2. þm. Vesturl. Í skýrslu varðandi ýsuveiðar má sjá að 1992 voru þetta 59 tonn og 1993 60 tonn. Það má því ætla að ýsan sé heldur á uppleið ef eitthvað er. Síðast en ekki síst er þetta ekkert gamanmál í sjálfu sér vegna þess að þetta skiptir svo marga aðila máli að það væri rangt miðað við þær forsendur sem fiskifræðingar hafa þegar látið frá sér fara í sambandi við þessi veiðarfæri og miðað við þau litlu áhrif sem þetta hefur haft á stofna, t.d. ýsustofninn, vegna þess að það er fylgni í lélegum ýsustofni á Faxaflóasvæðinu og almennt um allt land. Með tilliti til þess, eins og kemur fram líka í svari sjútvrh., og að viðbættu því atvinnuástandi eins og það er nú þá væri rangt að loka Faxaflóa fyrir dragnótaveiði á þeim forsendum að þær eru ekki með neinum hætti að skemma önnur mið.