Breyting á lögum um stjórn fiskveiða

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 14:17:37 (5823)


[14:17]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra hefur hér með staðfest að það var rétt sem ég hafði hér eftir honum að hann telji að ríkisstjórnin sé búin að missa meiri hluta sinn og forræði í sjávarútvegsmálum. En hann svaraði því ekki hvort hann eða hæstv. ríkisstjórn ætli sér að leita til stjórnarandstöðunnar um víðtækt samráð um breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða. Ég held að það væri það sem þyrfti að gerast og það sem við alþýðubandalagsmenn höfum lagt til ítrekað hér í umræðum um sjávarútvegsmál að verði gert. Ég tel að það sé loksins komið að þeim degi að það sé varla undan því vikist lengur að koma á alvörusamráði milli allra flokka sem eiga fulltrúa hér á Alþingi um endurskoðun laganna um stjórn fiskveiða.