Lyfjaverslun ríkisins

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 17:23:26 (5958)


[17:23]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi spyrja að því hvernig stæði á því að hér hefur allt í einu verið breytt dagskrá. Ég vissi ekki annað en taka ætti fyrir 6. mál á dagskrá sem ég er frsm. að og hafði hugsað mér að mæla fyrir en meðan ég var að ná mér í gögn er tekið til 2. umr. 9. mál á dagskrá um Lyfjaverslun ríkisins.
    Ég vil einnig mótmæla því að haldið sé áfram með það mál þar sem hér eru mjög fáir þingmenn staddir og ég tel að þetta sé svo stórt mál að allir þeir sem eru í efh.- og viðskn. þurfi að vera viðstaddir og helst fleiri þingmenn. En eins og allir sjá eru hér fáir þingmenn til að fylgjast með þessu máli. Þess vegna vildi ég fara þess á leit við hæstv. forseta að þessu máli yrði hér með frestað.