Lyfjaverslun ríkisins

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 19:00:28 (5973)


[19:00]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. þm. hefur nú í stuttu máli gert grein fyrir fyrirvara sínum við stuðning við þetta frv. Það er aðeins eitt atriði sem ég tel ástæðu til að koma hér á framfæri. Hv. þm. nefndi í sínu máli samráð fjmrh. og BSRB sem ákveðið var þegar kjarasamningar fóru fram skömmu fyrir jól. Ég vil láta það koma fram að þetta samstarf eða samráð er hafið. Það gerðist fyrir rúmum eða um það bil tveimur mánuðum síðan og fjallað hefur verið um þessi mál á sameiginlegum vettvangi. Það hefur verið ljóst allan tímann að það eru auðvitað stjórnvöld sem ákveða stefnuna, en á samráðsvettvanginum er talað um og rætt um þau atriði, þau mál sem að starfsmönnum viðkomandi stofnunar snúa.
    Það skal einnig tekið fram, virðulegi forseti, að það hefur verið rætt við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins og það verður að sjálfsögðu gert betur í framhaldi af því að málið er samþykkt hér á þingi.