Lyfjaverslun ríkisins

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 19:07:53 (5979)


[19:07]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. hitti einmitt naglann á höfuðið. Einkavæðingin eða breytingin á þessu fyrirtæki í hlutafélag og þátttaka einkaaðila í því mun styrkja fyrirtækið, treysta atvinnuöryggi starfsfólksins. Þetta fyrirtæki er jafnvel að sækja út á erlenda markaði. Það er hins vegar ekkert hlaupið að því að leysa á hálfum mánuði eða tveimur mánuðum eða þremur þau stóru mál sem snúa að skylduaðild að tilteknum stéttarfélögum, aðild einkstakra stéttarfélaga að samningum eftir því hvort fyrirtæki eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, svo að maður tali ekki um lífeyrisréttindamálin og skylduaðild að einstökum lífeyrissjóðum og réttindi starfsfólksins til að velja á milli sjóða. Öll lífeyrismálin eru í skoðun og það veit hv. þm. Efh.- og viðskn. hefur m.a. fjallað um þau mál. Það verður vonandi hægt að taka á þeim málum á næsta vetri og stokka þau upp. En stéttarfélagamálin eru miklu stærra mál, og að því máli hljóta fleiri

aðilar að þurfa að koma, en svo að hægt sé að leysa þau á 2--3 vikum.