Húsaleigubætur

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 12:17:24 (5995)


[12:17]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er eitt sem stendur upp úr eftir ræðu hennar í mínum huga og það er að það er greinilega ekki búið að semja við sveitarfélögin um þessar húsaleigubætur. Það er undir hverju einu sveitarfélagi komið hvort þau eru tilbúin að greiða þessar húsaleigubætur og þar sem sveitarfélög eiga að borga heildarbæturnar í upphafi og fá síðan endurgreitt þá sýnist mér þetta vera nokkuð í lausu lofti hvort það verði yfir höfuð greiddar húsaleigubætur ef það er ekki búið að koma á samkomulagi milli sveitarfélaganna. Ég vildi fá að heyra aðeins betur um það hjá ráðherra hvernig þetta samkomulag var raunverulega gert, hvort það er virkilega svo að þetta sé í algjörlega lausu lofti.