Málefni aldraðra

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 13:59:43 (6022)


[13:59]
     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið, þá fór fram mikil umræða um þetta mál við 2. umr. Allur minni hluti hv. heilbr.- og trn. var með fyrirvara við málið, ekki efnisatriði málsins, reyndar frv. eins og það var upphaflega lagt fyrir. Það stendur í raun og veru ekkert eftir af því í brtt. hv. heilbr.- og trn. Því má segja að þessi brtt. sé að vissu leyti flutt af nefndinni. Aftur á móti eru ekki efnislegar athugasemdir minni hlutans við málið en við málsmeðferðina gerði minni hlutinn strax í meðförum nefndarinnar miklar athugasemdir og okkar fyrirvari nær til þess hvernig að málinu var staðið.