Fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 14:58:57 (6032)


[14:58]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður kom inn á atriði á bls. 5 í till. þar sem segir, með leyfi forseta:
    ,,Með reglugerð er stórfyrirtækjum gefið meira svigrúm til samráðs til að auðvelda hagræðingu við framleiðslu, nýtingu niðurstaðna úr sameiginlegum rannsóknum og við þróun og útbreiðslu tækniþekkingar.``
    Ég vildi spyrja hv. þm. að því hvort hann telji ekki að hér sé verið að fara á skjön við samkeppnislög sem voru samþykkt í fyrra, og mikil vinna var lögð í í þinginu í fyrra og talin vera til mikilla bóta og allir þingflokkar stóðu að. Hér sýnist mér aftur á móti verið að gefa stórfyrirtækjum meira svigrúm til hagræðingar til að koma ár sinni betur fyrir borð.