Evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 18:12:50 (6071)


[18:12]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Já, ég þori ekki að fullyrða frekar heldur en hæstv. ráðherra hvernig umræðum hér lauk en ef þessar 43 greinar, sem koma eftir langan formála í reglugerðinni, eiga ekki að fara inn í lagasafnið þá verður það harla götótt því að í 1. gr. frv. segir að reglugerðin hafi lagagildi og í greinum reglugerðarinnar eru síðan margvísleg ákvæði um þessi hagsmunafélög þannig að menn verða alveg jafnnær um eðli þeirra þó að þeir hafi flett upp í þessu frv. sem væntanlega verður að lögum og mun þá heita lög um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög því að þar stendur raunverulega ekkert um hvernig þessi félög eru upp byggð.