Ræktun íslenska fjárhundsins

128. fundur
Mánudaginn 11. apríl 1994, kl. 17:29:22 (6128)


[17:29]
     Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hluta landbn. um till. til þál. um skipulega ræktun íslenska fjárhundsins.
    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem gerir ráð fyrir að landbrh. verði falið að skipa nefnd til að gera tillögur um aðgerðir til að vernda íslenska fjárhundinn og hreinrækta stofninn. Meiri hlutinn mælir með samþykkt tillögunnar en leggur áherslu á að nefndin sem skipuð verður hafi í störfum sínum náið samráð við Búnaðarfélag Íslands og Hundaræktunarfélag Íslands.
    Á fund nefndarinnar komu til viðræðna Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir og frá Hundaræktunarfélagi Íslands Guðrún Guðjohnsen formaður og Helga Finnsdóttir dýralæknir.
    Guðjón A. Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir þetta nefndarálit skrifa auk þess sem hér stendur Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Ragnar Arnalds, Eggert Haukdal, Árni M. Mathiesen með fyrirvara og Gísli S. Einarsson með fyrirvara.
    Ég orðlengi þetta þá ekki meira, hæstv. forseti, og hef lokið máli mínu.