Málefni aldraðra

129. fundur
Þriðjudaginn 12. apríl 1994, kl. 13:53:23 (6140)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti vill taka það fram að forseti hefur kveðið upp úrskurð hér um þinglega meðferð málsins, þó það sé ekki sá forseti sem nú gegnir störfum þannig að forseti telur að það sé í sjálfu sér ekki ástæða til að fresta afgreiðslu þessa máls. En þar sem tillaga hv. 9. þm. Reykv. hefur ekki verið dregin til baka um það að málinu verði vísað til nefndar, og þingskapalög heimila það á hvaða stigi málsins sem er, þá vill forseti láta fara fram atkvæðagreiðslu um það núna. ( SvG: Ég get dregið tillöguna til baka, forseti, ef það greiðir fyrir því að málinu verði frestað, þá dreg ég tillöguna til baka.) Það breytir engu um það að forseti hyggst láta fara fram atkvæðagreiðslu um lokaafgreiðslu málsins þar sem umræðu um málið er lokið.