Útflutningur hrossa

129. fundur
Þriðjudaginn 12. apríl 1994, kl. 16:41:09 (6171)


[16:41]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég á svolítið erfitt með að skilja tóninn í ræðu hv. þm. Það stóð þannig á að hv. 3. þm. Vestf. lagði fyrir mig spurningu og ég taldi rétt að svara henni eins og efni stóðu til og það verður þá að hafa það þó það hafi farið í taugarnar á hv. þm.
    Hitt þykir mér hins vegar athyglisvert, ef ég á að taka mark á þeirri yfirlýsingu þingmannsins, að samningar landbúnaðarins við hið Evrópska efnahagssvæði eins og þeir lágu fyrir við stjórnarskiptin hafi verið betri en þeir sem við þó náðum. Það eru nýjar upplýsingar og að sumu leiti fróðlegar. ( JGS: Ég sagði það ekki.) ( Gripið fram í: Það er útúrsnúningur.)