Samfélagsþjónusta

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 14:13:10 (6222)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill leiðrétta að það var ekki vegna óskar flm. málsins heldur vegna fjarveru hans sem forseti frestaði málinu þá. Af engri annarri ástæðu.
    Ástæðan fyrir því að forseti ákvað að taka fyrst 16., 17. og 18. dagskrármál er einfaldlega sú að í þeim málum var umræðu ekki lokið, framsögumenn höfðu flutt sínar framsöguræður fyrir þessum þremur frumvörpum. Það er ekki af því að þetta sé stjfrv., þar eru líka tvö þingmannafrv. Nú vildi forseti gjarnan gefa öðrum þingmönnum sem á mælendaskrá eru kost á að ljúka sínu máli og síðan verður tekið fyrir 15. dagskrármál. Þetta hefur forseti ákveðið með tilliti til þess að þetta er 1. umr. en hitt er 2. umr. og væntir þess að hv. þm. skilji ástæðuna að baki þessu.
    Þá tekur til máls hv. 1. þm. Norðurl. v. og vill forseti upplýsa að hæstv. ráðherra er rétt ókominn í hús, en væntir þess að hv. þm. vilji hefja sína ræðu.