Samfélagsþjónusta

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 14:37:54 (6230)


[14:37]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil nú gera örlítinn greinarmun á því hvort menn hafi haft gott samstarf um mál og samráð eða talað saman um þau mál sem til umfjöllunar eru eða svo hitt hvort málið sé stutt af forustumönnum leigubifreiðastjóra eins og það liggur hér fyrir. Hæstv. ráðherra verður auðvitað að gera glöggan greinarmun á þessu.
    Ég var ekki að gera lítið úr því að hæstv. ráðherra hafi hugsanlega talað við forustumenn leigubílasamtakanna um þessa hluti og ég býst við að það hafi verið gert vegna þess að annars lægi þessi álitsgerð ekki fyrir sem hæstv. ráðherra var beðinn um að hafa til hliðsjónar þegar frv. væri samið. Aftur á móti held ég að hitt sé alveg á hreinu að frv. er ekki stutt af forustumönnum þessara samtaka þar sem ekki var gengið til móts við þeirra kröfur eins og þær komu fram í álitsgerðinni.