Samfélagsþjónusta

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 16:02:48 (6247)


[16:02]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég er sammála því sem hv. þm. segir að auðvitað verður að vera aðhald að þessum atvinnurekstri eins og öðrum. Ég veit ekki betur en stöðvarnar sjálfar sem fara með þetta aðhald geri það mjög vel og ég hygg að ekki sé þar undan neinu að kvarta og hygg að ekki sé ástæða til að þar sé gripið inn í. Ég hygg að það aðhald sé best komið hjá leigubílstjórum sjálfum en auðvitað þurfa að vera um það fastar reglur.
    Ég vil aðeins leiðrétta það að sá dómur sem féll er ekki tengdur samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði eða Evrópubandalaginu. Ég þori ekki að fara með það hvorum megin við 1950 við urðum aðilar að mannréttindanefndinni og Mannréttindadómstólnum í Strassborg, en það er á þeim vettvangi sem þetta mál var rekið.