Mál á dagskrá

130. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 16:05:35 (6249)

[16:05]
     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Mér telst svo til að við höfum rætt og nánast tæmt þá dagskrá sem fyrir þessum fundi hefur legið síðan í morgun. Samkvæmt starfsáætlun þingsins var ætlunin að funda hér eins og þyrfti til að tæma þá dagskrá og taka fyrir þau mál sem gert hafði verið ráð fyrir á miðvikudegi. Það er að vísu rétt að einu máli hefur verið frestað sem ekki er fullrætt. Það er 10. dagskrármálið, en er ekki rétt með farið að afgangurinn sé að mestu leyti ræddur og uppurinn? Ég vil því spyrja hæstv. forseta hvaða mál eigi að taka á dagskrá fundarins sem hefst kl. 6 með nýrri dagskrá þannig að við vitum þá a.m.k. ekki seinna en núna ef til stendur að gera hér einhverjar meiri háttar breytingar á áður auglýstri starfsáætlun þingsins þessa viku.