Lögheimili

131. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 18:22:59 (6266)


[18:22]
     Frsm. minni hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að minni hlutinn athugi þetta mál betur að ósk hv. þm. en ég held að hér gæti e.t.v. misskilnings. Þegar þetta er borið saman þá er þessi breyting á brtt. minni hlutans við 1. gr. orðuð á sama hátt og er í 1. gr. frv. 1. gr. frv. hljóðar svo:
    ,,Manni, sem býr á dvalarheimili aldraðra eða í öðru húsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum, skal heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður.``
    Hins vegar leggjum við til í minni hlutanum að 2. gr. frv. falli brott.
    En það er sjálfsagt að skoða þetta mál ef hv. þingmenn telja ástæðu til en að öðru leyti þakka ég stuðning hv. þm. Kristínar Einarsdóttur við álit minni hluta allshn.