Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

131. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 21:58:16 (6293)


[21:58]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Það er alveg rétt að það kom fram í máli ég man reyndar ekki nákvæmlega hverjir það voru sem töluðu um að það hefðu ekki verið mikil fagleg tengsl milli Hollustuverndar ríkisins og heilbr.- og trmrn. En það kom jafnframt fram að það þyrfti ekki á neinum tengsum að halda og það hefði ekki verið neitt til skaða að þarna væri um að ræða að það hefðu verið frekar lítil fagleg tengsl þarna á milli. Hins vegar er eins og gefið í skyn að þau muni frekar aukast við það að málið muni heyra undir umhvrn. Það á ég ákaflega erfitt með að skilja og get ekki skilið að það eigi frekar að vera líkur á að fagleg tengsl verði meiri eftir að heilbrigðiseftirlit og matvælaeftirlit fari undir umhvrn.
    Ef maður hins vegar les álit bæði meiri hluta heilbr.- og trn. og meiri hluta umhvn. þá er mjög merkilegt að sjá að það er eins og tónninn í þessum umsögnum sé sá að það ætti kannski ekki að vera verra þótt þetta fari undir umhvrn. en það vantar allan rökstuðning fyrir því að þetta muni efla og styrkja umhvrn. Það er bara fullyrt að það muni gera það, t.d. af hálfu umhvrn. en í áliti meiri hluta heilbr.- og trn. er eins og sagt: Ja, þetta mun varla skaða. En það er mjög ótrúlegt að þetta sé nokkuð til bóta fyrir heilbrigðiseftirlitið og matvælaeftirlitið. Ég vil hins vegar taka það fram að ég er ekkert endilega að segja það að umhvrn. muni hunsa þessa málaflokka en að þetta sé til að efla ráðuneytið á ég mjög erfitt með að sjá og sé engin rök fyrir því.