Fundarsókn þingmanna

132. fundur
Fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 10:32:25 (6309)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseta finnst í sjálfu sér ekkert athugavert við það að hefja fundinn. Það hefur engin samþykkt verið gerð af hálfu þingsins og það stendur ekki til að svo verði á þessum þingfundi. Þingmenn eru nú óðar að mæta í þinghús. Það mál sem er fyrst tekið fyrir hefur áður verið á dagskrá og þetta er framhaldsumræða. Þeir þingmenn sem eru á mælendaskrá eru mættir og forseti mun því halda sig við það að taka fyrsta mál á dagskrá sem er Lyfjaverslun ríkisins. Forseti vill taka það fram að hæstv. fjmrh. er rétt ókominn í hús.