Brunatryggingar

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 12:25:10 (6385)


[12:25]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég spurði hæstv. heilbr.- og trmrh. hér áðan nokkurra spurninga. Hann hefur nú að megni til svarað þeim. Eitt atriði þó finnst mér standa út af sem snýr að því hvort hæstv. ráðherra hafi látið kanna það sérstaklega hvort síðasti málsliður 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða, þar sem stendur að tekjur sem Reykjavíkurborg kunni að hafa af rekstri Húsatrygginga Reykjavíkur skuli leggja í sjóð til eflingar brunavörnum og tryggingarstarfsemi, standist samkeppnisreglur EES, þ.e. 59. gr. þar og svo 14. gr. samkeppnislaganna. Ég vil ítreka þessa spurningu hvort hæstv. ráðherra sé þeirrar skoðunar að þetta muni vera með þeim hætti.
    Varðandi annað sem hæstv. ráðherra sagði, að honum fyndist ekki að það þurfi að gilda sérlög um húsatryggingar í Reykjavík, þá svaraði hæstv. ráðherra því sjálfur að það væri nauðsynlegt vegna þess að það væri verið að viðhalda heimild sveitarfélagsins að reka tryggingafélag.