Brunatryggingar

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 12:30:42 (6390)


[12:30]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel að það sé alveg nauðsynlegt að ítreka það að Húsatryggingar Reykjavíkur

og þar með Reykvíkingar búa bersýnilega við sérstöðu í þessu máli að því er varðar húsatryggingar og sá aðili sem fer með umboð Reykvíkinga á milli sveitarstjórnarkosninga, þ.e. borgarstjórn Reykjavíkur og borgarráð, hefur óskað eftir því að hafa þá sérstöðu áfram. Ég tel að þau bréf sem hæstv. ráðherra vitnaði til og eru undirrituð af borgarritaranum í Reykjavík túlki viðhorf borgarstjórnar Reykjavíkur. Það hafa engin andmæli komið fram í borgarstjórn Reykjavíkur við þau sjónarmið sem þar birtast og ég tel það varhugavert af Alþingi og ríkisstjórn að sniðganga einróma sjónarmið borgarstjórnar Reykjavíkur í þessu máli, enda vænti ég þess ekki að ráðherrann sé að leggja það til, heldur vilji hann koma til móts við þau sjónarmið og ég tel að það sé brýnt að það verði gert helst núna á þessu vori til að þessi mál hangi ekki mikið lengur í lausu lofti.