Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 16:13:53 (6406)


[16:13]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég hlýt að fagna því að hæstv. ráðherra kemur hér, að því er ég skildi hann hans ræðu, í raun í grundvallaratriðum til móts við þau sjónarmið sem stjórnarandstaðan hafði uppi í umræðum í gær og í dag sem eru þau að það sé okkur nauðsynlegt að hafa sveiflujöfnunartæki virk í sjávarútvegi. Ég bið hæstv. ráðherra að leiðrétta mig ef ég hef ekki skilið þetta rétt. Hins vegar skildi ég hæstv. ráðherra þannig að það yrði ekki hægt að víkja frá því að ráðstafa þeim fjármunum sem nú eru í sjóðnum eins og reiknað er með í frv., þ.e. að þeir rynnu í ríkissjóð. Ég hlýt því að spyrja hæstv. ráðherra í framhaldi af þessu hvort hæstv. ráðherra hafi með ræðu sinni hér, seinni hluta ræðu sinnar, verið að staðfesta það að aðalástæðan fyrir flutningi þessa frv. hafi verið að ná þessum 200 millj. inn í ríkissjóð.