Tilkynning um utandagskrárumræðu

136. fundur
Þriðjudaginn 19. apríl 1994, kl. 13:33:30 (6439)


    Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseti vill taka fram í upphafi fundar að kl. 3 í dag fer fram utandagskrárumræða. Málshefjandi er hv. 3. þm. Vesturl., Jóhann Ársælsson, og beinir hann máli sínu til hæstv. dómsmrh. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapalaga, 1. mgr. Það er hálftíma umræða og efni hennar er kaup á björgunarþyrlu.
    Þá vill forseti enn fremur taka fram að að loknum þeim fundi sem nú er nýhafinn verður haldinn annar fundur, a.m.k. einn.